Sport

Keane sýknaður

Máli Roy Keane, fyrirliða Manchester United, lauk í gær en Keane var gefið að sök að hafa ráðist á unglingspilt skammt frá húsi sínu í Manchester á síðasta ári. Keane neitaði öllum ásökunum í vitnastúku í dag en pilturinn vildi meina að hinn írski Keane hefði tekið sig kverkataki og öskrað á sig. Að sögn Keane var ekkert til í þessum aðdróttunum og sagðist hann einfaldlega hafa spurt strákinn hvort hann hefði tekið þátt í því aðkasti sem Keane varð fyrir skömmu fyrir að leiðir þeirra lágu saman. Keane var sýknaður af öllum ákærum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×