Lífið

Þolir ekki Óskarinn sinn

Gwyneth Paltrow skammast sín þegar hún sér Óskarsverðlaunastyttuna sína því hún minnir hana á stundina þegar hún grét í gegnum þakkarræðuna sína. Leikkonan fékk Óskarinn fyrir leik sinn í Shakespeare in Love árið 1999. "Ég geymi hana á bak við bókahilluna í svefnherberginu mínu af því að mér finnst óþægilegt að hafa hana fyrir augunum. Ég hafði hana í geymslu í margar vikur og gæti aldrei haft hana uppi á hillu," sagði Paltrow. "Af einhverri ástæðu hef ég ekki verið fær um að vera ánægð með hana. Ég skammast mín bara einhvern veginn og hún kveikir á óþægilegum tilfinningum. Hún tengist erfiðum hluta af lífi mínu."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.