Erlent

Fyrsti herra Afganistan

Khosraw Basheri komst í sögubækurnar þegar hann varð fyrsti maðurinn til að verða krýndur herra Afganistan. Þessi 23 ára kaupsýslumaður, sem hefur árum saman stundað lyftingar, sagðist aldrei myndu gleyma deginum þegar hann var valinn herra Afganistan. "Þetta hefur verið von mín síðan ég byrjaði að búa mig undir þetta," sagði Basheri, sem bar sigurorð af 47 öðrum keppendum. Á þriðja hundrað manns fylgdust með keppninni. Dómararnir voru frá Pakistan þar sem engir Afganir hafa reynslu af dómarastörfum í svona keppnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×