Innlent

Syntu yfir Faxaflóann

Fjórtán unglingar syntu frá Ægisgarði og upp á Akranes í dag. Hér voru á ferðinni unglingar úr sundfélagi ÍA og var sundið áheitasund þar sem þau eru að safna fyrir keppnisferð sem farin verður næsta vor. Þau skiptust á að synda og voru í sjónum frá 15 mínútum og upp í fjörutíu. Þau lögðu af stað yfir Faxflóann klukkan tíu í morgun og sundinu lauk klukkan þrjú og þykir það nokkuð góður tími.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×