Innlent

Kannabis í bíl í Keflavík

Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af ökumanni og farþega á bíl, nú undir morgun, eftir að áhaldi til kannabisneyslu var hent út um glugga bílsins. Við leit á mönnunum fannst smáræði af kannabisefnum. Einn var tekinn fyrir ölvun við akstur í bænum. Þá þurfti lögregla að fara í fjögur heimahús vegna ónæðis og biðja húsráðendur um að sýna öðrum íbúum tillitssemi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×