Innlent

Akkur að hafa verkið á Íslandi

"Til skamms tíma hef ég verið með stærri kaupendum íslenskrar myndlistar og stuðningsmaður," segir Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi og athafnamaður. Hann stefnir nú að því að kaupa Blind Pavillion eftir Ólaf Elíasson og er það eitt dýrasta verk sem einstaklingur hér á landi hefur fjárfest í. Hann segir að ef opinber aðili hefði keypt verk Ólafs, hefði það kostað meira en ársframlag hins opinbera til listaverkakaupa."Blind Pavillion er merkilegt verk og ég hefði talið akk í því að það væri hér í landinu og við eigum að gleðjast yfir því að svo getur orðið. Ef ég væri hinn almenni borgari myndi ég hugsanlega leggjast gegn því að hið opinbera myndi kaupa verkið og jafnvel telja að peningunum ætti frekar að fara í menntamál." Hann segir að vegna smæðar þjóðfélagsins hafi söfn hér á landi verulega litla peninga til að kaupa listaverk. "Rekstur á söfnum er líka of dýr. Það fer allt í umgjörð. Ég veit ekki nóg um rekstur á söfnum hér á landi til að alhæfa um að þetta eigi við hér, en þetta er sú umræða sem á sér stað annars staðar í heiminum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×