Innlent

Órói á Suðurnesjum

Tveir menn ruddust inn í hús í Sandgerði í nótt en þeir áttu óuppgerðar sakir við húsráðanda. Lögreglan var kölluð á staðinn þar sem henni tókst að handsama annan manninn. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Maður datt á skemmtistað í Keflavík í nótt en hann var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þaðan sem hann fékk að fara að lokinni skoðun. Og stuttu fyrir miðnætti í gærkvöldi var maður tekinn á 136 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×