Sport

Wembleybrúin nefnd eftir Þjóðverja

Þýskir knattspyrnuáhugamenn gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til að brúin að nýja Wembley-leikvanginum verði nefnd eftir Þjóðverjanum Dietmar Hamann, sem leikur með Liverpool, en hann skoraði síðasta markið á leikvanginum í landsleik Englendinga og Þjóðverja haustið 2000. Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, hefur hrundið af stað samkeppni um nafnið á brúnni á heimasíðu vallarins og hafa þýskir fjölmiðlar hvatt lesendur sína til að taka þátt í samkeppninni og kjósa Hamann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×