Sport

Benitez áfram hjá Liverpool

Spænski knattspyrnustjórinn Rafael Benitez hjá Liverpool segir að ekkert sé til í orðrómi um að hann sé að fara að taka við Real Madrid í sumar. Benitez hefur verið sterklega orðaður við stórliðið á Spáni, sem er í bullandi vandræðum þessa dagana.  Liðið er fallið úr keppni í Meistaradeildinni og á litla sem enga möguleika á spænska meistaratitlinum, en þar á bæ er gerð krafa um að allir titlar í boði vinnist ár hvert. Benitez segir þó að ekkert sé til í því að hann fari til Spánar í sumar og segist mjög einbeittur í starfi sínu hjá enska liðinu.  "Í augnablikinu hugsa ég bara um eitt - að vinna Blackburn í deildinni í kvöld", sagði Benitez.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×