Sport

Reglum breytt í Formúlunni

Lið BAR Honda í Formúlu 1 gæti átt yfir höfði sér refsingu fyrir að nýta sér glufu í nýjum reglum í keppninni í Ástralíu fyrir 10 dögum. Þegar forráðamenn liðsins sáu fram á að geta ekki náð í stig í keppninni, ákváðu þeir að kalla báða bíla sína inn á viðgerðarsvæði til að nýta sér glufu sem myndast hafði í reglunum, sem segir að lið sem ekki ljúka keppni af einhverjum ástæðum, megi notast við nýjar vélar í keppninni á eftir, í stað þess að ljúka tveimur keppnum með sömu vél eins og nýju reglurnar kveða á um. Nú hafa forráðamenn formúlunnar ákveðið að rannsaka atvik þetta og ljóst þykir að BAR liðið þurfi annað hvort að nota sömu vélar í næsta kappakstri eða að fá 10 sæta refsingu á ráslínu á Sepang brautinni í Malasíu um næstu helgi.  Einnig er í vinnslu reglubreyting til að koma í veg fyrir að lið geti nýtt sér þessa glufu í framtíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×