NBA í nótt 16. mars 2005 00:01 Nokkrir leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Miami Heat vann sinn 10. leik í röð þegar þeir sigruðu New York Knicks á útivelli 98-96. Það var Wade sem gerði sigurkörfu Heat á síðustu sekúndum leiksins og var stigahæstur í liði sínu með 24 stig. Miami varð með sigrinum, fyrsta liðið í deildinni til að tryggja sig í úrslitakeppnina. Allen Iverson og Kobe Bryant háðu mikið einvígi í Philadelphia, þegar heimamenn tóku á móti Los Angeles Lakers. Það var Iverson sem hafði betur í einvíginu og í leiknum því hann skoraði 36 stig og leiddi lið sitt til sigurs 108-91. Iverson gaf auk þess 9 stoðsendingar í leiknum, en mótherji hans Kobe Bryant skoraði 20 stig og ljóst að Lakers liðið þarf að taka sig á ef þeir ætla að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Stuðningsmenn Cleveland Cavaliers voru búnir að bíða lengi eftir endurkomu fyrrum leikmanns liðsins Carlos Boozer, sem skrifaði undir samning hjá Utah Jazz á vafasaman hátt í fyrra, en varð ekki að ósk sinni þegar Utah liðið kom í heimsókn í gær því leikmaðurinn varð eftir heima meiddur. Það kom þó ekki í veg fyrir að Utah fengi óblíðar móttökur í gær, bæði innan vallar sem utan og voru gersigraðir af spræku Cleveland liði 92-73. LeBron James fór hamförum í leiknum og þrátt fyrir að leika fáar mínútur, lauk hann leik með 36 stig. Jerry Sloan sagði eftir leikinn að sínir menn í Utah hefðu líklega tapað leiknum með 80 stiga mun ef James hefði leikið allann leikinn. Rashard Lewis átti frábæran leik fyrir Seattle sem lagði Chicago á útivelli og skoraði 30 stig og hitti úr 11 af 14 skotum sínum í leiknum. Seattle vann 99-93 og hefndi þar með tapsins fyrir Bulls á heimavelli sínum fyrir skömmu. Seattle hefur nú unnið 22 af 30 útileikjum sínum í vetur, sem er ótrúlegur árangur. Minnesota náði að leggja Dallas nokkuð óvænt á útivelli, 100-91 á bak við enn einn stórleikinn frá Kevin Garnett sem skoraði 25 stig, hirti 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Þá lagði Sacramento lið Orlando 105-94 í Sacramento, þar sem Serbinn Peja Stojakovic skoraði 27 stig, en kappinn hefur valdið nokkrum vonbrigðum í vetur með slökum leik. Körfubolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sjá meira
Nokkrir leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Miami Heat vann sinn 10. leik í röð þegar þeir sigruðu New York Knicks á útivelli 98-96. Það var Wade sem gerði sigurkörfu Heat á síðustu sekúndum leiksins og var stigahæstur í liði sínu með 24 stig. Miami varð með sigrinum, fyrsta liðið í deildinni til að tryggja sig í úrslitakeppnina. Allen Iverson og Kobe Bryant háðu mikið einvígi í Philadelphia, þegar heimamenn tóku á móti Los Angeles Lakers. Það var Iverson sem hafði betur í einvíginu og í leiknum því hann skoraði 36 stig og leiddi lið sitt til sigurs 108-91. Iverson gaf auk þess 9 stoðsendingar í leiknum, en mótherji hans Kobe Bryant skoraði 20 stig og ljóst að Lakers liðið þarf að taka sig á ef þeir ætla að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Stuðningsmenn Cleveland Cavaliers voru búnir að bíða lengi eftir endurkomu fyrrum leikmanns liðsins Carlos Boozer, sem skrifaði undir samning hjá Utah Jazz á vafasaman hátt í fyrra, en varð ekki að ósk sinni þegar Utah liðið kom í heimsókn í gær því leikmaðurinn varð eftir heima meiddur. Það kom þó ekki í veg fyrir að Utah fengi óblíðar móttökur í gær, bæði innan vallar sem utan og voru gersigraðir af spræku Cleveland liði 92-73. LeBron James fór hamförum í leiknum og þrátt fyrir að leika fáar mínútur, lauk hann leik með 36 stig. Jerry Sloan sagði eftir leikinn að sínir menn í Utah hefðu líklega tapað leiknum með 80 stiga mun ef James hefði leikið allann leikinn. Rashard Lewis átti frábæran leik fyrir Seattle sem lagði Chicago á útivelli og skoraði 30 stig og hitti úr 11 af 14 skotum sínum í leiknum. Seattle vann 99-93 og hefndi þar með tapsins fyrir Bulls á heimavelli sínum fyrir skömmu. Seattle hefur nú unnið 22 af 30 útileikjum sínum í vetur, sem er ótrúlegur árangur. Minnesota náði að leggja Dallas nokkuð óvænt á útivelli, 100-91 á bak við enn einn stórleikinn frá Kevin Garnett sem skoraði 25 stig, hirti 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Þá lagði Sacramento lið Orlando 105-94 í Sacramento, þar sem Serbinn Peja Stojakovic skoraði 27 stig, en kappinn hefur valdið nokkrum vonbrigðum í vetur með slökum leik.
Körfubolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sjá meira