Erlent

Brúðkaupið ekki skotmark

Ammanbúar reiðir. Fjölmenn mótmæli fóru fram í Amman í gær gegn hryðjuverkum og héldu göngumenn meðal annar á myndum af Abdullah konungi sínum. Al-Zarqawi hótaði í gær að drepa konung.
Ammanbúar reiðir. Fjölmenn mótmæli fóru fram í Amman í gær gegn hryðjuverkum og héldu göngumenn meðal annar á myndum af Abdullah konungi sínum. Al-Zarqawi hótaði í gær að drepa konung.

Abu Musab al-Zarqawi, leiðtogi al-Kaída í Írak, sendi frá sér hljóðupptöku í gær þar sem hann lýsti því yfir að ekki hefði verið ætlunin að myrða gesti brúðkaupsveislu á Radisson SAS hótelinu í Amman 9. nóvember. Mikil reiði greip um sig í Mið-Austurlöndum þegar sjálfsmorðsárásir voru gerðar á þrjú hótel í höfuðborg Jórdaníu sem kostuðu 59 mannslíf.

Al-Zarqawi sagði að samtök sín réðust ekki viljandi á múslima. "Við elskum trúbræður okkar meira en okkur sjálfa," sagði hann á upptökunni.Hins vegar væri að vænta frekari árása á hótel og ferðamannastaði sem Vesturlandabúar sækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×