Byggðastofnun láni á ný án fjárframlags 30. nóvember 2005 07:15 s Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra byggðamála, hefur óskað eftir því við stjórn Byggðastofnunar að hún hefji útlán á ný, en stofnunin hætti útlánum í október þegar eigið fé hennar fór niður fyrir leyfileg mörk. Starfshópur, sem fjallað hefur um framtíð Byggðastofnunar, skilaði tillögum sínum í fyrrakvöld. Þar er lögð áhersla á að stofnunin haldi áfram lánastarfsemi um leið og unnið verði að stefnumótun og samþættingu stofnana sem fást við atvinnuþróun og nýsköpun eins og Nýsköpunarsjóður og Iðntæknistofnun. Gert er ráð fyrir að þróaðar verði nýjar leiðir til fjármögnunar í samstarfi við banka og önnur fjármálafyrirtæki. Í því sambandi er fremur gert ráð fyrir ábyrgðum af hálfu Byggðastofnunar fremur en beinum lánum. Ekki er gert ráð fyrir fækkun starfa í höfuðstöðvum Byggðastofnunar á Sauðárkróki og ráðgert er að atvinnuþróunarstarfsemi á Ísafirði, Egilsstöðum og Akureyri verði efld. Valgerður Sverrisdóttir segir að hundruð milljónir króna þurfi til þess að koma eigin fé Byggðastofnunar upp fyrir tilskilin mörk. Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir afar sérkennilegt að nú sé verið að ljúka umræðum um fjárlög og fjáraukalög og engin tillaga sé frá stjórnvöldum um framlög til Byggðastofnunar. "Þó er það fyrirséð að slík framlög verða að koma. Þessi stofnun þjónar svæðum sem hafa orðið fyrir mestum áföllum til dæmis vegna kvótakerfisins." Anna Kristín telur greinilegt að flytja eigi vandann fram yfir áramót til að skekkja ekki tölurnar í fjárlögum. "Þannig að unnt verði að sýna fallegri glansmynd en ella. Það gefur auga leið að það þarf aukið fjármagn til stofnunarinnar." Ríkisstjórnin samþykkti áðurgreind áform á fundi sínum í gær. Jafnframt hefur starfsmönnum Byggðastofnunar verið gerð grein fyrir stöðu mála. "Ég lít á þetta sem tækifæri ekki síst fyrir landsbyggðina því stoðkerfi atvinnulífsins er ekki nægilega sterkt eins og það er í dag og með þessu getum við styrkt það verulega," segir Valgerður. Innlent Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra byggðamála, hefur óskað eftir því við stjórn Byggðastofnunar að hún hefji útlán á ný, en stofnunin hætti útlánum í október þegar eigið fé hennar fór niður fyrir leyfileg mörk. Starfshópur, sem fjallað hefur um framtíð Byggðastofnunar, skilaði tillögum sínum í fyrrakvöld. Þar er lögð áhersla á að stofnunin haldi áfram lánastarfsemi um leið og unnið verði að stefnumótun og samþættingu stofnana sem fást við atvinnuþróun og nýsköpun eins og Nýsköpunarsjóður og Iðntæknistofnun. Gert er ráð fyrir að þróaðar verði nýjar leiðir til fjármögnunar í samstarfi við banka og önnur fjármálafyrirtæki. Í því sambandi er fremur gert ráð fyrir ábyrgðum af hálfu Byggðastofnunar fremur en beinum lánum. Ekki er gert ráð fyrir fækkun starfa í höfuðstöðvum Byggðastofnunar á Sauðárkróki og ráðgert er að atvinnuþróunarstarfsemi á Ísafirði, Egilsstöðum og Akureyri verði efld. Valgerður Sverrisdóttir segir að hundruð milljónir króna þurfi til þess að koma eigin fé Byggðastofnunar upp fyrir tilskilin mörk. Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir afar sérkennilegt að nú sé verið að ljúka umræðum um fjárlög og fjáraukalög og engin tillaga sé frá stjórnvöldum um framlög til Byggðastofnunar. "Þó er það fyrirséð að slík framlög verða að koma. Þessi stofnun þjónar svæðum sem hafa orðið fyrir mestum áföllum til dæmis vegna kvótakerfisins." Anna Kristín telur greinilegt að flytja eigi vandann fram yfir áramót til að skekkja ekki tölurnar í fjárlögum. "Þannig að unnt verði að sýna fallegri glansmynd en ella. Það gefur auga leið að það þarf aukið fjármagn til stofnunarinnar." Ríkisstjórnin samþykkti áðurgreind áform á fundi sínum í gær. Jafnframt hefur starfsmönnum Byggðastofnunar verið gerð grein fyrir stöðu mála. "Ég lít á þetta sem tækifæri ekki síst fyrir landsbyggðina því stoðkerfi atvinnulífsins er ekki nægilega sterkt eins og það er í dag og með þessu getum við styrkt það verulega," segir Valgerður.
Innlent Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira