Innlent

Enn vantar starfsfólk

Foreldrar þurfa bara að standa sína plikt. Þetta voru svörin sem foreldrar barna í leikskólanum Laufskálum í Grafarvogi fengu hjá borgarfulltrúum í gærkvöld. Enn er mannekla á leikskólum höfuðborgarinnar og er ástandið í Grafarvoginum hvað verst. Vandamál sem skapast hafa í leikskólum Reykjavíkur vegna ónógs starfsfólks fara lítt dvínandi. Enn vantar 89 starfsmenn á leikskóla höfuðborgarinnar og 106 börn bíða eftir plássi. Jóhanna Rósa Arnardóttir, formaður samtakanna Börnin okkar, hún segir að foreldrar hafi ekki fengið nein svör um hvernig yfirvöld ætli að leysa málið nema með tveimur greiðslum til ófaglærðra. Hún er þó ekki viss um að það dugi til. Hún segir það sjást á leikskólunum að þetta sé stórkostlegt vandamál og hún vill sjá að málið verði leyst sem fyrst. Stéttarfélagið Efling undirbýr nú nýjan kjarasamning fyrir almenna starfsmenn á leikskólum borgarinnar en samningaviðræðum var flýtt að beiðni borgarstjóra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×