Kornakrar fallnir víða um land 28. september 2005 00:01 Kornakrar féllu víðast hvar á Norðurlandi um helgina og einnig í sumum héruðum á Vesturlandi. Verst urðu bændur úti í Skagafirði þar sem aðeins var búið að þreskja fjórðunginn af um 400 hekturum. Einnig urðu Eyfirðingar illa úti, en þar voru um 180 hektarar af 500 ekki komnir í hús. Bændur í þessum héruðum hyggjast þó reyna að ná inn uppskerunni. "Við látum nú ekki trufla okkur smáatriðin hérna í Skagafirði," segir Gunnar Sigurðsson á Stóru-Ökrum. "En það verður seinlegra að ná því." Svo fremi að þreskivélarnar geti ekið um akurinn er hægt að ná uppskerunni, en þó þarf að aka þeim mun hægar. Tíðarfarið á Norðurlandi hefur verið kornbændum mjög óhagstætt. Mikil úrkoma hefur verið í ágúst og kalt í september. "Við höfum verið með sunnlenskt veður síðan í ágústbyrjun, endalausar rigningar, og kunnum ekkert á það," segir Gunnar á Stóru-Ökrum. Úr því sem komið er vill hann helst það fari að frjósa til að þreskivélarnar geti farið um akurinn. Bændur eru almennt ekki tryggðir fyrir skemmdum á uppskeru. Á Austurlandi er talið að kornakrar hafi víðast staðið veðrið af sér, en þar kvarta menn einnig undan vætutíðinni og hafa áhyggjur af því að ekki takist að ná allri uppskerunni í hús. Kornskurði er hins vegar að mestu lokið á Suðurlandi, en það slapp að mestu við óveðrið síðustu daga. Fyrirfram var búist við því að kornuppskera ársins í ár yrði um 11.000 tonn, en þá var búið að taka tillit til þess að sumarið var ekki jafnhlýtt og síðustu sumar þar á undan. Búast má við því að uppskeran verði nokkuð minni. Alls var korni sáð í 3300 hektara á landinu í vor, en nú eru nokkur hundruð þeirra fallnir. Fréttir Innlent Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Kornakrar féllu víðast hvar á Norðurlandi um helgina og einnig í sumum héruðum á Vesturlandi. Verst urðu bændur úti í Skagafirði þar sem aðeins var búið að þreskja fjórðunginn af um 400 hekturum. Einnig urðu Eyfirðingar illa úti, en þar voru um 180 hektarar af 500 ekki komnir í hús. Bændur í þessum héruðum hyggjast þó reyna að ná inn uppskerunni. "Við látum nú ekki trufla okkur smáatriðin hérna í Skagafirði," segir Gunnar Sigurðsson á Stóru-Ökrum. "En það verður seinlegra að ná því." Svo fremi að þreskivélarnar geti ekið um akurinn er hægt að ná uppskerunni, en þó þarf að aka þeim mun hægar. Tíðarfarið á Norðurlandi hefur verið kornbændum mjög óhagstætt. Mikil úrkoma hefur verið í ágúst og kalt í september. "Við höfum verið með sunnlenskt veður síðan í ágústbyrjun, endalausar rigningar, og kunnum ekkert á það," segir Gunnar á Stóru-Ökrum. Úr því sem komið er vill hann helst það fari að frjósa til að þreskivélarnar geti farið um akurinn. Bændur eru almennt ekki tryggðir fyrir skemmdum á uppskeru. Á Austurlandi er talið að kornakrar hafi víðast staðið veðrið af sér, en þar kvarta menn einnig undan vætutíðinni og hafa áhyggjur af því að ekki takist að ná allri uppskerunni í hús. Kornskurði er hins vegar að mestu lokið á Suðurlandi, en það slapp að mestu við óveðrið síðustu daga. Fyrirfram var búist við því að kornuppskera ársins í ár yrði um 11.000 tonn, en þá var búið að taka tillit til þess að sumarið var ekki jafnhlýtt og síðustu sumar þar á undan. Búast má við því að uppskeran verði nokkuð minni. Alls var korni sáð í 3300 hektara á landinu í vor, en nú eru nokkur hundruð þeirra fallnir.
Fréttir Innlent Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira