Barinn brýnn á Bókmenntahátíð Bergsteinn Sigurðsson skrifar 13. september 2005 00:01 Kristján Hreinsson, Einar Kárason, Halldór Guðmundsson og Sigurður A. Magnússon voru meðal þeirra sem hlýddu á Mehmed Uzun og Margaret Atwood í Norræna húsinu í gær. Fjöldi manns lagði leið sína í Norræna húsið og hlýddi á Mehmed Uzun og Margaret Atwood ræða um skáldverk sín á Bókmenntahátíð í hádeginu í gær. Alls taka þrjátíu skáld þátt í hátíðinni, þar af kemur 21 frá útlöndum. Þrátt fyrir slagviðri var troðið út úr dyrum í fundarsal Norræna hússins í hádeginu í gær og og ekki auður stóll í sjónmáli. Fjölbreyttur hópur fyllti salinn, en til dæmis mátti sjá glitta í Vigdísi Finnbogadóttur, Sigurð A. Magnússon, nafna hans Pálsson og Þorgrím Þráinsson. Þórarinn Eldjárn spjallaði við Uzun um verk hans en Árni Bergmann ræddi við Atwood. Góður rómur var gerður að þeim báðum, sérstaklega Atwood sem hreinlega vafði áheyrendum um fingur sér, jafn hnyttin í frásögn og hún var prúð í fasi. Bókmenntahátíð setur nokkurn svip á menningarlíf borgarinnar um þessar mundir og í flestum bókabúðum er verkum þeirra sem taka þátt í henni gert hátt undir höfði. Það mæðir líka mikið á gestunum því upplestrar, viðtöl og kokkteilboð eru daglegt brauð. En skáldin þurfa líka sínar tómstundir eins og aðrir og það veit Susan Thorpe, verkefnisstjóri hátíðarinnar. Hún hefur skipulagt dagskrá til að hafa ofan af fyrir gestunum milli anna. "Flestir rithöfundarnir eru ánægðir með dagskrána, en það er alltaf einn og einn sem gerir aðeins meiri kröfur," segir hún en ljóstrar engum nöfnum upp. Á morgun verða sagnameistararnir lóðsaðir um Þingvelli, Gullfoss og Geysi, en í farvatninu er meðal annars knattspyrnumót og ferð í Bláa lónið. Bókmenntahátíð er ekki síst hugsuð til að mynda tengsl milli rithöfunda og útgefenda og til þess kemur kráin ekki síst að góðu gagni. "Á hverju kvöldi er bar hátíðarinnar opinn í Iðnó," segir Susanne. "Það hefur sýnt sig að hann gegnir jafnan mikilvægu hlutverki til að fólk kynnist. Það myndast strax afslappað andrúmsloft, ég tala nú ekki um eftir að menn hafa fengið sér drykk og eru orðnir góðglaðir." Susanne segir stemninguna á barnum afar skemmtilega og umræðuna langt því frá að vera bundna við bækur. "Fólk talar um allt milli himins og jarðar, hvort sem það er heimalandið, veðrið, pólitík eða fótbolti." Bókmenntahátíð Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Fjöldi manns lagði leið sína í Norræna húsið og hlýddi á Mehmed Uzun og Margaret Atwood ræða um skáldverk sín á Bókmenntahátíð í hádeginu í gær. Alls taka þrjátíu skáld þátt í hátíðinni, þar af kemur 21 frá útlöndum. Þrátt fyrir slagviðri var troðið út úr dyrum í fundarsal Norræna hússins í hádeginu í gær og og ekki auður stóll í sjónmáli. Fjölbreyttur hópur fyllti salinn, en til dæmis mátti sjá glitta í Vigdísi Finnbogadóttur, Sigurð A. Magnússon, nafna hans Pálsson og Þorgrím Þráinsson. Þórarinn Eldjárn spjallaði við Uzun um verk hans en Árni Bergmann ræddi við Atwood. Góður rómur var gerður að þeim báðum, sérstaklega Atwood sem hreinlega vafði áheyrendum um fingur sér, jafn hnyttin í frásögn og hún var prúð í fasi. Bókmenntahátíð setur nokkurn svip á menningarlíf borgarinnar um þessar mundir og í flestum bókabúðum er verkum þeirra sem taka þátt í henni gert hátt undir höfði. Það mæðir líka mikið á gestunum því upplestrar, viðtöl og kokkteilboð eru daglegt brauð. En skáldin þurfa líka sínar tómstundir eins og aðrir og það veit Susan Thorpe, verkefnisstjóri hátíðarinnar. Hún hefur skipulagt dagskrá til að hafa ofan af fyrir gestunum milli anna. "Flestir rithöfundarnir eru ánægðir með dagskrána, en það er alltaf einn og einn sem gerir aðeins meiri kröfur," segir hún en ljóstrar engum nöfnum upp. Á morgun verða sagnameistararnir lóðsaðir um Þingvelli, Gullfoss og Geysi, en í farvatninu er meðal annars knattspyrnumót og ferð í Bláa lónið. Bókmenntahátíð er ekki síst hugsuð til að mynda tengsl milli rithöfunda og útgefenda og til þess kemur kráin ekki síst að góðu gagni. "Á hverju kvöldi er bar hátíðarinnar opinn í Iðnó," segir Susanne. "Það hefur sýnt sig að hann gegnir jafnan mikilvægu hlutverki til að fólk kynnist. Það myndast strax afslappað andrúmsloft, ég tala nú ekki um eftir að menn hafa fengið sér drykk og eru orðnir góðglaðir." Susanne segir stemninguna á barnum afar skemmtilega og umræðuna langt því frá að vera bundna við bækur. "Fólk talar um allt milli himins og jarðar, hvort sem það er heimalandið, veðrið, pólitík eða fótbolti."
Bókmenntahátíð Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira