Varúð gegn spánarsnigli 27. júní 2005 00:01 Full ástæða er til að vera á varðbergi gagnvart spánarsniglinum illræmda, sem fundist hefur tvisvar hér á landi, að sögn Erlings Ólafssonar dýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Tveir spánarsniglar hafa fundist í Reykjavík, annar í fyrra en hinn árið þar áður. Annar fannst í Vesturbænum og hinn í Ártúnsholti. Báðir sniglarnir voru sendir til Svíþjóðar þar sem staðfest fékkst að um þessa tilteknu tegund væri að ræða. "Það er ekki hægt að fullyrða að þessi snigill hafi numið land hér, þótt vissulega sé sú hætta fyrir hendi," sagði Erling. "Það kemur ekki í ljós fyrr en nú síðsumars hvort fleiri sniglar þessarar tegundar finnast. En það að sjá hann í sitt hvorum borgarhlutanum finnst mér benda til þess að hann sé kominn." Spánarsnigillinn er skaðræðisskepna þar sem hann er landlægur. Hann leggst á ýmiss konar gróður, til að mynda kál og kartöflukál, og skilur eftir sig sviðna jörð. Hann er rauðbrúnn að lit, mjög stór, allt upp í 12 - 15 sentímetra langur. "Hann étur allt sem fyrir verður," segir Erling. "Það er allt matur hjá honum, meir að segja hundaskítur. Hann fer ekki um í flokkum en þéttleikinn getur orðið býsna mikill, allt upp í nokkra á fermetra." Spánarsnigillinn hefur dreifst um alla Evrópu, þar á meðal um Norðurlöndin. Hann er upprunninn í Suður-Evrópu, til að mynda Spáni og Portúgal, en hefur dreifst til norðurs og austurs. Hann getur borist með ýmsu móti, að sögn Erlings, til dæmis með grænmeti og plöntum sem fluttar eru inn með rótum. "Honum hefur fjölgað allsnarlega á Norðurlöndum og í Færeyjum og gert þar usla," segir Erling. "Nágrannaþjóðum okkar hefur ekki tekist að útrýma honum, þrátt fyrir ýmsar tilraunir. Ég á eftir að kynna mér þau mál betur." Spánarsnigillinn fjölgar sér eins og aðrar sniglategundir með því að verpa eggjum. Erling segir að bæði eggin og ungviðin lifi af veturinn. Það kemur því í ljós með haustinu hvort þessi vágestur er kominn til að vera. Fréttir Innlent Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Full ástæða er til að vera á varðbergi gagnvart spánarsniglinum illræmda, sem fundist hefur tvisvar hér á landi, að sögn Erlings Ólafssonar dýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Tveir spánarsniglar hafa fundist í Reykjavík, annar í fyrra en hinn árið þar áður. Annar fannst í Vesturbænum og hinn í Ártúnsholti. Báðir sniglarnir voru sendir til Svíþjóðar þar sem staðfest fékkst að um þessa tilteknu tegund væri að ræða. "Það er ekki hægt að fullyrða að þessi snigill hafi numið land hér, þótt vissulega sé sú hætta fyrir hendi," sagði Erling. "Það kemur ekki í ljós fyrr en nú síðsumars hvort fleiri sniglar þessarar tegundar finnast. En það að sjá hann í sitt hvorum borgarhlutanum finnst mér benda til þess að hann sé kominn." Spánarsnigillinn er skaðræðisskepna þar sem hann er landlægur. Hann leggst á ýmiss konar gróður, til að mynda kál og kartöflukál, og skilur eftir sig sviðna jörð. Hann er rauðbrúnn að lit, mjög stór, allt upp í 12 - 15 sentímetra langur. "Hann étur allt sem fyrir verður," segir Erling. "Það er allt matur hjá honum, meir að segja hundaskítur. Hann fer ekki um í flokkum en þéttleikinn getur orðið býsna mikill, allt upp í nokkra á fermetra." Spánarsnigillinn hefur dreifst um alla Evrópu, þar á meðal um Norðurlöndin. Hann er upprunninn í Suður-Evrópu, til að mynda Spáni og Portúgal, en hefur dreifst til norðurs og austurs. Hann getur borist með ýmsu móti, að sögn Erlings, til dæmis með grænmeti og plöntum sem fluttar eru inn með rótum. "Honum hefur fjölgað allsnarlega á Norðurlöndum og í Færeyjum og gert þar usla," segir Erling. "Nágrannaþjóðum okkar hefur ekki tekist að útrýma honum, þrátt fyrir ýmsar tilraunir. Ég á eftir að kynna mér þau mál betur." Spánarsnigillinn fjölgar sér eins og aðrar sniglategundir með því að verpa eggjum. Erling segir að bæði eggin og ungviðin lifi af veturinn. Það kemur því í ljós með haustinu hvort þessi vágestur er kominn til að vera.
Fréttir Innlent Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira