Varúð gegn spánarsnigli 27. júní 2005 00:01 Full ástæða er til að vera á varðbergi gagnvart spánarsniglinum illræmda, sem fundist hefur tvisvar hér á landi, að sögn Erlings Ólafssonar dýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Tveir spánarsniglar hafa fundist í Reykjavík, annar í fyrra en hinn árið þar áður. Annar fannst í Vesturbænum og hinn í Ártúnsholti. Báðir sniglarnir voru sendir til Svíþjóðar þar sem staðfest fékkst að um þessa tilteknu tegund væri að ræða. "Það er ekki hægt að fullyrða að þessi snigill hafi numið land hér, þótt vissulega sé sú hætta fyrir hendi," sagði Erling. "Það kemur ekki í ljós fyrr en nú síðsumars hvort fleiri sniglar þessarar tegundar finnast. En það að sjá hann í sitt hvorum borgarhlutanum finnst mér benda til þess að hann sé kominn." Spánarsnigillinn er skaðræðisskepna þar sem hann er landlægur. Hann leggst á ýmiss konar gróður, til að mynda kál og kartöflukál, og skilur eftir sig sviðna jörð. Hann er rauðbrúnn að lit, mjög stór, allt upp í 12 - 15 sentímetra langur. "Hann étur allt sem fyrir verður," segir Erling. "Það er allt matur hjá honum, meir að segja hundaskítur. Hann fer ekki um í flokkum en þéttleikinn getur orðið býsna mikill, allt upp í nokkra á fermetra." Spánarsnigillinn hefur dreifst um alla Evrópu, þar á meðal um Norðurlöndin. Hann er upprunninn í Suður-Evrópu, til að mynda Spáni og Portúgal, en hefur dreifst til norðurs og austurs. Hann getur borist með ýmsu móti, að sögn Erlings, til dæmis með grænmeti og plöntum sem fluttar eru inn með rótum. "Honum hefur fjölgað allsnarlega á Norðurlöndum og í Færeyjum og gert þar usla," segir Erling. "Nágrannaþjóðum okkar hefur ekki tekist að útrýma honum, þrátt fyrir ýmsar tilraunir. Ég á eftir að kynna mér þau mál betur." Spánarsnigillinn fjölgar sér eins og aðrar sniglategundir með því að verpa eggjum. Erling segir að bæði eggin og ungviðin lifi af veturinn. Það kemur því í ljós með haustinu hvort þessi vágestur er kominn til að vera. Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Full ástæða er til að vera á varðbergi gagnvart spánarsniglinum illræmda, sem fundist hefur tvisvar hér á landi, að sögn Erlings Ólafssonar dýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Tveir spánarsniglar hafa fundist í Reykjavík, annar í fyrra en hinn árið þar áður. Annar fannst í Vesturbænum og hinn í Ártúnsholti. Báðir sniglarnir voru sendir til Svíþjóðar þar sem staðfest fékkst að um þessa tilteknu tegund væri að ræða. "Það er ekki hægt að fullyrða að þessi snigill hafi numið land hér, þótt vissulega sé sú hætta fyrir hendi," sagði Erling. "Það kemur ekki í ljós fyrr en nú síðsumars hvort fleiri sniglar þessarar tegundar finnast. En það að sjá hann í sitt hvorum borgarhlutanum finnst mér benda til þess að hann sé kominn." Spánarsnigillinn er skaðræðisskepna þar sem hann er landlægur. Hann leggst á ýmiss konar gróður, til að mynda kál og kartöflukál, og skilur eftir sig sviðna jörð. Hann er rauðbrúnn að lit, mjög stór, allt upp í 12 - 15 sentímetra langur. "Hann étur allt sem fyrir verður," segir Erling. "Það er allt matur hjá honum, meir að segja hundaskítur. Hann fer ekki um í flokkum en þéttleikinn getur orðið býsna mikill, allt upp í nokkra á fermetra." Spánarsnigillinn hefur dreifst um alla Evrópu, þar á meðal um Norðurlöndin. Hann er upprunninn í Suður-Evrópu, til að mynda Spáni og Portúgal, en hefur dreifst til norðurs og austurs. Hann getur borist með ýmsu móti, að sögn Erlings, til dæmis með grænmeti og plöntum sem fluttar eru inn með rótum. "Honum hefur fjölgað allsnarlega á Norðurlöndum og í Færeyjum og gert þar usla," segir Erling. "Nágrannaþjóðum okkar hefur ekki tekist að útrýma honum, þrátt fyrir ýmsar tilraunir. Ég á eftir að kynna mér þau mál betur." Spánarsnigillinn fjölgar sér eins og aðrar sniglategundir með því að verpa eggjum. Erling segir að bæði eggin og ungviðin lifi af veturinn. Það kemur því í ljós með haustinu hvort þessi vágestur er kominn til að vera.
Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira