Innlent

Rafmagnslaust í Vesturbænum

Rafmagn fór af Grandahverfi í Vesturbæ Reykjavíkur í gærmorgun. Grafa skemmdi háspennustreng á Hólmaslóð og fór rafmagnið af um hálf tíu leytið. Í hverfinu er iðnaðarstarfsemi en ekki varð mikil röskun hjá fyrirtækjum því rúmum hálf tíma síðar var búið að finna bilunina og gera við hana. "Það er ekkert við þessu að gera, jafnvel þó að verktakar fái mjög nákvæmar lýsingar á því hvar háspennustrengir liggja þá geta alltaf orðið slys," segir Helgi Pétursson verkefnisstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×