Innlent

BÍ lýsir yfir vonbrigðum

Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir vonbrigðum og áhyggjum yfir því að leggja eigi norræna blaðamannaskólann í Árósum niður. Stjórnin telur ákvörðunina vanhugsaða, enda liggi ekkert fyrir um hvernig starfseminni verði haldið áfram þegar skólinn líði undir lok. Blaðamannafélagið skorar jafnframt menntamálaráðherra og samstarfsráðherra á Norðurlöndunum að endurskoða þessa ákvörðun og efla fremur starfsemi skólans sem skilað hafi góðum árangri fyrir lítinn pening.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×