Tvö vilja varaformannsætið 8. september 2005 00:01 Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hafa bæði tilkynnt að þau bjóði sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hugsanlegt að frambjóðendum í varaformannsembættið eigi enn eftir að fjölga og í þeim efnum er einkum talað um Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra og verðandi fjármálaráðherra, og Bjarna Benediktsson, þingmann og formann allsherjarnefndar. Þorgerður Katrín segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum eftir að Davíð Oddsson tilkynnti brotthvarf sitt úr stjórnmálunum. "Ég býð mig fram vegna þess að ég held að þarna sé tækifæri til að framfylgja því sem við sjálfstæðismenn höfum barist fyrir og allir gera sér grein fyrir að hefur fært fólki fleiri tækifæri og aukna hamingju," segir Þorgerður. Kristján Þór segist ekki vera í framboði sem landsbyggðarmaður heldur fyrst og fremst sem sjálfstæðismaður inn að beini með hag allra sjálfstæðismanna og sjálfstæðiskvenna að leiðarljósi. "Ég vænti þess að landsfundarfulltrúar meti störf mín, þekkingu og reynslu af sveitarstjórnarmálum þegar þeir gera upp hug sinn. Ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum við að móta innra starf flokksins og stýra honum til nýrra sigra á komandi árum," segir Kristján Þór. Árni M. Mathiesen sagðist í gærkvöld ekki hafa gert upp hug sinn enda hafi hann ekki haft tíma til að hugleiða hugsanlegt framboð vegna anna í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna sem nú stendur yfir í Kópavogi. Einungis þrettán einstaklingar hafa gegnt embættum formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins í 76 ára sögu flokksins. Engin kona er þar á meðal og enginn landsbyggðarmaður sem hægt er að skilgreina sem slíkan með tilliti til búsetu á þeim tíma sem viðkomandi var kosinn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hafa bæði tilkynnt að þau bjóði sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hugsanlegt að frambjóðendum í varaformannsembættið eigi enn eftir að fjölga og í þeim efnum er einkum talað um Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra og verðandi fjármálaráðherra, og Bjarna Benediktsson, þingmann og formann allsherjarnefndar. Þorgerður Katrín segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum eftir að Davíð Oddsson tilkynnti brotthvarf sitt úr stjórnmálunum. "Ég býð mig fram vegna þess að ég held að þarna sé tækifæri til að framfylgja því sem við sjálfstæðismenn höfum barist fyrir og allir gera sér grein fyrir að hefur fært fólki fleiri tækifæri og aukna hamingju," segir Þorgerður. Kristján Þór segist ekki vera í framboði sem landsbyggðarmaður heldur fyrst og fremst sem sjálfstæðismaður inn að beini með hag allra sjálfstæðismanna og sjálfstæðiskvenna að leiðarljósi. "Ég vænti þess að landsfundarfulltrúar meti störf mín, þekkingu og reynslu af sveitarstjórnarmálum þegar þeir gera upp hug sinn. Ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum við að móta innra starf flokksins og stýra honum til nýrra sigra á komandi árum," segir Kristján Þór. Árni M. Mathiesen sagðist í gærkvöld ekki hafa gert upp hug sinn enda hafi hann ekki haft tíma til að hugleiða hugsanlegt framboð vegna anna í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna sem nú stendur yfir í Kópavogi. Einungis þrettán einstaklingar hafa gegnt embættum formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins í 76 ára sögu flokksins. Engin kona er þar á meðal og enginn landsbyggðarmaður sem hægt er að skilgreina sem slíkan með tilliti til búsetu á þeim tíma sem viðkomandi var kosinn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira