Innlent

Hafa ekki skoðun á íbúakosningu

Ummæli oddvita Vinstri - grænna um að Alcan misbjóði Hafnfirðingum eru með öllu óskiljanleg segir upplýsingafulltrúi fyrirtækisins. Hann kannast ekki við lýsingar oddvitans á borgarafundi um álverið fyrr í vikunni. Svo virðist sem fólk á borgarafundi um stækkun álversins í Straumsvík hafi upplifað fundinn á mjög ólíkan hátt. Gestur Svavarsson, oddviti Vinstri - grænna í bænum, sagði til dæmis í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag að rætt hefði verið um kosningu meðal íbúa um stækkun álversins og að fulltrúar Alcan hefðu sagt það bæði ólöglegt og ósiðlegt. Aðrir fundargestir, sem fréttastofan hefur rætt við, lýsa fundinum öðruvísi en Gestur og Hrannar Pétursson, sem var fyrir hönd Alcan þar, kannast ekki við neitt. Hrannar segist ekki hafa verið með dónaskap og hótanir á fundinum, líkt og Gestur hafi gefið í skyn. Hann sagði ummæli hans bæði óskiljanleg og fráleit. Hann sagði að engar yfirlýsingar hafi verið gefnar um það hvort kosningar væru ósiðlegar eða ólöglegar þar sem umræðan hafi ekki verið á þeim nótum. Hann sagði að í rauninni hefði mjög lítið verið rætt um þessar hugmyndir og ummælin því óskiljanleg. Hann sagði afstöðu Alcan til íbúakosninga ekki vera neina þar sem hugmyndir um hvað ætti að spyrja væru mjög óljósar. Hann sagði að ekki hafii verið ákveðin nein formerki á spurningum og allar hugmyndir í lausu lofti um það hvernig nálgast eigi íbúakosningu. Hann sagði því að þar til þær hugmyndir væru komnar á hreint hefði Alcan enga sérstaka skoðun á íbúakosningu.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×