Seðlabankinn óháður stjórnmálum 8. september 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar og bankaráðsmaður í Seðalbankanum, segir að stöðu Seðlabankastjóra eigi ekki að úthluta pólitískt. Hún var einn þriggja þingmanna Samfylkingarinnar sem lögðu fram frumvarp á Alþingi 2003 þar sem sett yrði í lög að auglýsa skyldi stöðu Seðlabankastjóra. Einnig skyldi þess krafist að bankastjórar skuli hafa reynslu og víðtæka þekkingu á peningamálum og öðrum efnahagsmálum. "Þeir sem veljast til starfs Seðlabankastjóra eiga að hafa reynslu og þekkingu og helst menntun á því sviði," segir Ingibjörg Sólrún. "Það er ekki í takt við breytta tíma að standa svona að málum eins og gert er. Seðalbanki Íslands er sjálfstæð stofnun sem fer með stjórn efhahagsmála en ekki framlenging á ráðuneyti efnahagsmála.," segir hún. Sigurður Snævarr hagfræðingur segir hagfræðinga hafa misjafnar skoðanir á ráðningum í Seðlabankann. "Mín skoðun er sú að stjórn Seðlabankans er ekki hagfræðilegt úrlausnarefni heldur ákveðin list. Bakgrunnur Davíðs Oddssonar og reynsla hans af stjórnmálum mun nýtast honum mjög vel og bankanum," segir Sigurður. "Það skiptir öllu máli að bankinn sé sjálfstæður gagnvart stjórnmálamönnum og stjórnmálum. Það skiptir líka veruleg máli að Seðlabankastjóri hafi nef fyrir tíma svo hann skynji hvenær rétti tíminn er til að grípa til aðgerða. Það er list," segir Sigurður. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur segir að höfuðmarkmið breytinga á lögum um Seðlabankann hafi verið að auka sjálfstæði seðlabankanna innan stjórnkerfisins og brýnt þyki að stjórnmálamönnum sé haldið í fjarlægð frá seðlabönkum til að draga úr hættunni á spillingu. "Þeir eru ekki aðeins taldir óhæfir, heldur beinlínis vanhæfir samkvæmt eðli málsins. Ráðning Davíðs Oddssonar í stöðu seðlabankastjóra gengur í berhögg við þessi sjónarmið og gengur einnig í berhögg við anda nýju seðlabankalaganna, sem ríkisstjórn hans fékk samþykkt á Alþingi 2001," segir Þorvaldur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar og bankaráðsmaður í Seðalbankanum, segir að stöðu Seðlabankastjóra eigi ekki að úthluta pólitískt. Hún var einn þriggja þingmanna Samfylkingarinnar sem lögðu fram frumvarp á Alþingi 2003 þar sem sett yrði í lög að auglýsa skyldi stöðu Seðlabankastjóra. Einnig skyldi þess krafist að bankastjórar skuli hafa reynslu og víðtæka þekkingu á peningamálum og öðrum efnahagsmálum. "Þeir sem veljast til starfs Seðlabankastjóra eiga að hafa reynslu og þekkingu og helst menntun á því sviði," segir Ingibjörg Sólrún. "Það er ekki í takt við breytta tíma að standa svona að málum eins og gert er. Seðalbanki Íslands er sjálfstæð stofnun sem fer með stjórn efhahagsmála en ekki framlenging á ráðuneyti efnahagsmála.," segir hún. Sigurður Snævarr hagfræðingur segir hagfræðinga hafa misjafnar skoðanir á ráðningum í Seðlabankann. "Mín skoðun er sú að stjórn Seðlabankans er ekki hagfræðilegt úrlausnarefni heldur ákveðin list. Bakgrunnur Davíðs Oddssonar og reynsla hans af stjórnmálum mun nýtast honum mjög vel og bankanum," segir Sigurður. "Það skiptir öllu máli að bankinn sé sjálfstæður gagnvart stjórnmálamönnum og stjórnmálum. Það skiptir líka veruleg máli að Seðlabankastjóri hafi nef fyrir tíma svo hann skynji hvenær rétti tíminn er til að grípa til aðgerða. Það er list," segir Sigurður. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur segir að höfuðmarkmið breytinga á lögum um Seðlabankann hafi verið að auka sjálfstæði seðlabankanna innan stjórnkerfisins og brýnt þyki að stjórnmálamönnum sé haldið í fjarlægð frá seðlabönkum til að draga úr hættunni á spillingu. "Þeir eru ekki aðeins taldir óhæfir, heldur beinlínis vanhæfir samkvæmt eðli málsins. Ráðning Davíðs Oddssonar í stöðu seðlabankastjóra gengur í berhögg við þessi sjónarmið og gengur einnig í berhögg við anda nýju seðlabankalaganna, sem ríkisstjórn hans fékk samþykkt á Alþingi 2001," segir Þorvaldur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira