Erlent

Bretar framselja fanga

MYND/Reuters

Stjórnvöld í Bretlandi hafa heimilað að breskur ríkisborgari, Babar Ahmad, verði framseldur til Bandaríkjanna. Babar Ahmed, sem er tölvunarfræðingur, er ákærður fyrir peningaþvætti og að reka vefsíður sem styðja hryðjuverk og hvetja múslima til að fara í heilagt stríð.

Vefsíður Ahmads voru vistaðar í Bandaríkjunum og á því byggja bandarísk stjórnvöld ákæru sína. Mikil mótmæli voru í Bretlandi gegn því að Ahmed yrði framseldur.

Vefsíður Ahmads voru vistaðar í Bandaríkjunum og á því byggja bandarísk stjórnvöld ákæru sína. Mikil mótmæli voru í Bretlandi gegn því að Ahmed yrði framseldur.

Lög um framsal grunaðra hryðjuverkamanna, sem samþykkt voru á breska þinginu í janúar 2004, segja til um að bandaríkjamenn þurfi ekki að vera með lagalega reiðubúið mál til að fá grunaða hryðjuverkamenn framselda til landsins. Á hinn bóginn þurfa Bretar að sýna fram á slíkt vilji þeir fá fanga framselda frá Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×