Erlent

Ísraelskur hermaður sýknaður af morðákæru

Ísraelskur hermaður, sem ákærður var fyrir að hafa myrt 13 ára stúlku á Gasasvæðinu í Palestínu á síðasta ári, var í gær sýknaður af ísraelskum herdómstóli. Í niðurstöðum herréttarins kom fram að stúlkan hafi þegar verið látin þegar hermaðurinn skaut hana. Stúlkan var á gangi við eftirlitsstöð ísraelska hersins í námunda við flóttamannabúðirnar í borginni Rafah. Hermennirnir töldu hana hafa sprengju á sér og skutu þeir hana því til bana. Fjölskylda stúlkunnar segir hana hins vegar hafa verið á leið í skólann. Mikil reiði ríkir í Palestínu vegna málsins og er óttast að málið muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér.
 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×