Erlent

Handsprengju hent inn í búð

Tvö börn og karlmaður létu lífið þegar handsprengju var hent inn í verslun í Bógóta, höfuðborg Kólumbíu, um liðna helgi. Maðurinn og sjö ára drengur létust á sjúkrahúsi af sárum sínum en tveggja ára stúlka lést samstundis.

Ekki er vitað hverjir stóðu á bak við árásina en málið er í rannsókn. Síðastliðið 41 ár hefur ríkt mikil óöld í Kólumbíu og er morðtíðni í landinu ein sú hæsta í heiminum. Á síðasta ári voru 67 manns drepnir miðað við hverja 100.000 íbúa. Það jafngildir því að um 180 morð væru framin hérlendis árlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×