Erlent

Eldgos í 22 ár

Hraun úr eldfjallinu Kilauea á Havaí rennur nú í sjóinn á tveimur nýjum stöðum í gosi sem hefur staðið yfir í 22 ár. Eldgosið er í eldfjallaþjóðgarði Havaí og ferðalangar sem þangað koma verða ekki sviknir. Glóandi hraunið rennur í sjóinn sem hvæsir við að fá svo óvæntan gest. Þetta sjónarspil náttúrunnar dregur margan ferðlanginn í þjóðgarðinn enda státar garðurinn ekki bara af samfelldu eldgosi í 22 ár heldur líka hæsta eldfjalli heims, Mauna Loa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×