Tölvunotendur læsi þráðlausri nettengingu 16. desember 2005 08:00 Tölvunotendur verða að gæta þess að læsa þráðlausri nettengingu til að koma í veg fyrir að óprúttnir náungar geti hlaðið niður efni á þeirra kostnað og hugsanlega stolið fé úr heimabanka þeirra. Þetta segir sérfræðingur í tölvuöryggi. Fréttir af heimabankaránum þar sem farið hefur verið inn á heimabanka fólks og peningar millifærðir af reikningum þess hafa vakið töluverða athygli. Greint var frá því í Fréttablaðinu að þjófur eða þjófar hefðu farið inn á tölvur annarra í gegnum þráðlausa nettengingu þeirra og millifært af reikningi þriðja aðila. Þannig hafi fallið grunur á saklausa aðila sem ekki gæti að sér og hafi svokallaðan router eða beini, sem sér um tengingu við Netið, ólæstan. Því vaknar sú spurning hvort óprúttnir aðilar geti farið á svokallaða heita reiti, þar sem hægt er að tengjast Netinu þráðlaust í gegnum opinn beini, og millifært af reikningum fólks í gegnum tölvu annars sem líka er tengdur beininum. Friðrik Skúlason tölvunarfræðingur segir að það sé aðskilinn hlutur hvernig menn verði sér út um upplýsingar fyrir heimabanka eins og notendanafn og lykilorð. Það sem menn græði á að fara inn á Netið í gegnum heita reiti eða þráðlausa tengingu í heimildarleysi sé að þeir framkvæmi millifærslu af reikningi án þess að hægt sé að sanna að þeir hafi gert það. Friðrik varar fólk við því að hafa þráðlausa nettengingu opna ef ekki er verið að nota hana.Ef menn séu með þráðlausa tengimöguleika sem þeir leyfi hverjum sem er að koma að, eins og tilfellið sé með heita reiti, sé það gott mál. En það vilji ekki allir starfrækja heitan reit heima hjá sér og bera kostnaðirnn af gagnaflutningum annarra. Þær upplýsingar fengust hjá bæði Símanum og Og Vodafone að opnir beinar væru ekki seldir hjá þeim og að fólk fengi svokallaðan WEP-lykil, þegar það keypti þráðlausa nettenginu, sem notaður væri til að komast inn á beininn og þar með Netið. Utanaðkomandi ætti því ekki að komast inn á nettengingu viðkomandi ef lykillinn væri rétt notaður. Fréttir Innlent Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Tölvunotendur verða að gæta þess að læsa þráðlausri nettengingu til að koma í veg fyrir að óprúttnir náungar geti hlaðið niður efni á þeirra kostnað og hugsanlega stolið fé úr heimabanka þeirra. Þetta segir sérfræðingur í tölvuöryggi. Fréttir af heimabankaránum þar sem farið hefur verið inn á heimabanka fólks og peningar millifærðir af reikningum þess hafa vakið töluverða athygli. Greint var frá því í Fréttablaðinu að þjófur eða þjófar hefðu farið inn á tölvur annarra í gegnum þráðlausa nettengingu þeirra og millifært af reikningi þriðja aðila. Þannig hafi fallið grunur á saklausa aðila sem ekki gæti að sér og hafi svokallaðan router eða beini, sem sér um tengingu við Netið, ólæstan. Því vaknar sú spurning hvort óprúttnir aðilar geti farið á svokallaða heita reiti, þar sem hægt er að tengjast Netinu þráðlaust í gegnum opinn beini, og millifært af reikningum fólks í gegnum tölvu annars sem líka er tengdur beininum. Friðrik Skúlason tölvunarfræðingur segir að það sé aðskilinn hlutur hvernig menn verði sér út um upplýsingar fyrir heimabanka eins og notendanafn og lykilorð. Það sem menn græði á að fara inn á Netið í gegnum heita reiti eða þráðlausa tengingu í heimildarleysi sé að þeir framkvæmi millifærslu af reikningi án þess að hægt sé að sanna að þeir hafi gert það. Friðrik varar fólk við því að hafa þráðlausa nettengingu opna ef ekki er verið að nota hana.Ef menn séu með þráðlausa tengimöguleika sem þeir leyfi hverjum sem er að koma að, eins og tilfellið sé með heita reiti, sé það gott mál. En það vilji ekki allir starfrækja heitan reit heima hjá sér og bera kostnaðirnn af gagnaflutningum annarra. Þær upplýsingar fengust hjá bæði Símanum og Og Vodafone að opnir beinar væru ekki seldir hjá þeim og að fólk fengi svokallaðan WEP-lykil, þegar það keypti þráðlausa nettenginu, sem notaður væri til að komast inn á beininn og þar með Netið. Utanaðkomandi ætti því ekki að komast inn á nettengingu viðkomandi ef lykillinn væri rétt notaður.
Fréttir Innlent Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira