Erlent

Elsta kona heims 115 ára

Elsta kona í heimi hélt upp á afmælið sitt í dag. Hendrikje van Andel-Schipper fæddist í Hollandi þennan dag árið 1890, og er því hundrað og fimmtán ára gömul. Það ótrúlega er að hún hefur alla ævi verið frekar heilsutæp og gat ekki gengið í skóla af þessum sökum. Hún bjó hjá foreldrum sínum til fjörutíu og sjö ára aldurs en gekk þá loksins út. Hendrikje ætlaði upphaflega að gerast leikkona, en móðir hennar var því mótfallin og því starfaði hún alla ævi við að kenna saum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×