Erlent

Minni stuðningur við Íraksstríð

Yfir 1700 bandarískir hermenn hafa fallið í Írak frá því innrás Bandaríkjanna hófst í mars árið 2003 samkvæmt Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þá hafa um og yfir 13.000 hermenn særst í átökum í Írak frá upphafi innrásarinnar. Stuðningur við George Bush og stefnu hans í málum Íraks, hefur farið minnkandi að undanförnu en Bush lýsti því yfir 1. maí árið 2003 þegar rúmlega 130 bandarískir hermenn höfðu farist í Írak af völdum veikinda slysa eða hryðjuverka, að mestu átökin væru yfirstaðin. Rúmlega 130.000 bandarískir hermenn eru nú í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×