Erlent

Tyrkjum boðið til samninga við ESB

Loksins sjá Tyrkir fyrir endann á að áratugabaráttu fyrir inngöngu í Evrópusambandið sé að ljúka því í gær gaf sambandið út yfirlýsingu um að það sé tilbúið til þess að setjast að samningaborði með Tyrkjum. Þessi yfirlýsing er í takt við samkomulag leiðtoga ESB-ríkjanna sem náðist í desember. Ekki er gert ráð fyrir því að Tyrkir gangi í sambandið fyrr en í fyrsta lagi árið 2014, að sögn Olla Rehn, sem fer með stækkunarmál í framkvæmdastjórn ESB. Hann leggur líka áherslu á að ekki sé sjálfgefið að Tyrkir fái inngöngu, þótt opnað hafi verið á viðræður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×