Erlent

Hryðjuverkamenn gætu eitrað mjólk

Bandaríska vísindaakademían hefur ákveðið að halda áfram birtingu á rannsókn sinni um mögulegar leiðir hryðjuverkamanna til þess að eitra bandarísku mjólkina, samkvæmt fréttavef CNN. Í rannsókninni kemur í ljós að hægt er að eitra fyrir hundruð þúsunda Bandaríkjamanna á mjög einfaldan hátt með því að grípa inn í framleiðsluferli mjólkurinnar. Birtingin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna þess að margir telja að í henni séu leiðbeiningar til hryðjuverkamanna um hvernig þeir eigi að ná til bandarísku þjóðarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×