Erlent

New York fullkomin Ólympíuborg !

New York er fullkominn staður til að halda Ólympíuleikana árið 2012. Þetta sagði utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice í gær. Hún sagði ástæðuna vera að New York væri alþjóðleg borg og þar byggi fólk frá nánast öllum löndum og þjóðum heimsins. Þrátt fyrir að mikilvægt sé að hafa stuðning góðra manna, er alls óvíst hvaða borg fær að halda leikana en New York keppir við ekki ómerkari borgir en París, Moskvu, Madríd og London en þess má geta að Nelson Mandela hefur lýst yfir stuðningi við London. Tilkynnt verður þann sjötta júlí næstkomandi í Singapore hvaða borg hlýtur heiðurinn en París þykir þó sigurstranglegust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×