Bjarni horfir til Noregs 20. september 2005 00:01 Bjarna Ólafi Eiríkssyni, varnarmanninum sterka í Val, stendur til boða að halda til Noregs og æfa með tveimur úrvalsdeildarfélögum, Vålerenga og Odd Grenland. Bjarni hefur átt ótrúlega góðu gengi að fagna undanfarið ár en auk þess að vera hluti af mjög sterku liði Vals sem lauk keppni í öðru sæti í Landsbankadeild karla var hann þar að auki valinn í landsliðið þar sem hann fékk að spreyta sig í nokkrar mínútur fyrr í sumar. Bæði félögin norsku hafa fylgst með Bjarna í nokkurn tíma og sáu hann spila fáeina leiki hér heima í sumar. "Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt og þessir hlutir hafa gerst afar hratt," sagði Bjarni í samtali við Fréttablaðið í gær. "Ég veit hins vegar ekki hvort ég kemst út strax eftir bikarúrslitaleikinn þar sem ég er í námi í Kennaraháskólanum og er bundinn af skyldumætingu í nokkra áfanga þar. Þetta verður bara að fá að ráðast en ég er fyrst og fremst núna að einbeita mér að úrslitaleiknum á laugardag." Valur mætir þar liði Fram og stefnir í hörkuleik enda vilja Framarar sjálfsagt bæta fyrir það að liðið féll í 1. deildina nú í lokaumferðinni um helgina.Bjarni segir að þessi árangur komi sér á óvart enda hafi hann aldrei sett sér það markmið að verða atvinnumaður í knattspyrnu. "Ég var ekki þessi sex ára peyi sem sagðist ætla verða atvinnumaður þegar hann yrði stór. En þetta er engu að síður mjög spennandi og það er ekki til sá maður sem slær hendinni á móti þessu með réttu ráði." Eins og kunnugt er leikur Árni Gautur Arason, félagi Bjarna úr landsliðinu, með Vålerenga en það er sem stendur í toppsæti norsku deildarinnar þegar fáeinar umferðir eru eftir. Enginn Íslendingur leikur hins vegar með Odd Grenland. Íslenski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Bjarna Ólafi Eiríkssyni, varnarmanninum sterka í Val, stendur til boða að halda til Noregs og æfa með tveimur úrvalsdeildarfélögum, Vålerenga og Odd Grenland. Bjarni hefur átt ótrúlega góðu gengi að fagna undanfarið ár en auk þess að vera hluti af mjög sterku liði Vals sem lauk keppni í öðru sæti í Landsbankadeild karla var hann þar að auki valinn í landsliðið þar sem hann fékk að spreyta sig í nokkrar mínútur fyrr í sumar. Bæði félögin norsku hafa fylgst með Bjarna í nokkurn tíma og sáu hann spila fáeina leiki hér heima í sumar. "Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt og þessir hlutir hafa gerst afar hratt," sagði Bjarni í samtali við Fréttablaðið í gær. "Ég veit hins vegar ekki hvort ég kemst út strax eftir bikarúrslitaleikinn þar sem ég er í námi í Kennaraháskólanum og er bundinn af skyldumætingu í nokkra áfanga þar. Þetta verður bara að fá að ráðast en ég er fyrst og fremst núna að einbeita mér að úrslitaleiknum á laugardag." Valur mætir þar liði Fram og stefnir í hörkuleik enda vilja Framarar sjálfsagt bæta fyrir það að liðið féll í 1. deildina nú í lokaumferðinni um helgina.Bjarni segir að þessi árangur komi sér á óvart enda hafi hann aldrei sett sér það markmið að verða atvinnumaður í knattspyrnu. "Ég var ekki þessi sex ára peyi sem sagðist ætla verða atvinnumaður þegar hann yrði stór. En þetta er engu að síður mjög spennandi og það er ekki til sá maður sem slær hendinni á móti þessu með réttu ráði." Eins og kunnugt er leikur Árni Gautur Arason, félagi Bjarna úr landsliðinu, með Vålerenga en það er sem stendur í toppsæti norsku deildarinnar þegar fáeinar umferðir eru eftir. Enginn Íslendingur leikur hins vegar með Odd Grenland.
Íslenski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira