Valsmenn bjóða frítt í Höllina 9. september 2005 00:01 Valur tekur á móti H/C Tbilisi í dag og á morgun í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða í handbolta og fara báðir leikirnir fram í Laugardalshöll. Leikurinn í dag hefst klukkan 17 og á morgun er leikið klukkan 14.10. Ókeypis er á leikina og því um að gera fyrir handboltaunnendur að fjölmenna. Lítið er vitað um þetta georgíska lið og því má segja að Valsmenn renni blint í sjóinn fyrir viðureignirnar tvær. Fréttablaðið hafði samband við Óskar Bjarna Óskarsson, þjálfara Vals, sem var spenntur fyrir viðureignunum við þetta nánast óþekkta lið. "Við vitum að þeir eru með ungt lið, það er eina vitneskja okkar um þá. Við reyndum að sjálfsögðu að fá upplýsingar um liðið í gegnum Róland Val Eradze, fyrrum Valsmann. Hann tók hins vegar þann pól í hæðina að tjá sig hvorki við okkur né Georgíumennina en þjálfari þeirra er góðvinur hans frá því hann lék í heimalandinu." "En annars held ég það skipti ekki öllu máli þó við vitum lítið um andstæðingana því við þurfum að hugsa um okkur sjálfa. Við erum með mikið breytt lið frá því á síðasta tímabili, höfum misst fjóra leikmenn og fengið aðeins einn." "Þrátt fyrir að við séum með óreynt lið í svona Evrópukeppni vil ég nú meina að við ættum að fara áfram, því heimavöllurinn gefur okkur ákveðið forskot og vonandi að við fáum góðan stuðning. Ég er afar þakklátur fyrirtækjunum Danól, Norðlenska og Ölgerðinni fyrir að bjóða fólki frítt á völlinn. Það er búið að leggja mikið í þetta dæmi, það kostaði okkur 1,8 milljónir króna að fá leikina báða hér á landi," sagði Óskar Bjarni, þjálfari Vals. Íslenski handboltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Sjá meira
Valur tekur á móti H/C Tbilisi í dag og á morgun í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða í handbolta og fara báðir leikirnir fram í Laugardalshöll. Leikurinn í dag hefst klukkan 17 og á morgun er leikið klukkan 14.10. Ókeypis er á leikina og því um að gera fyrir handboltaunnendur að fjölmenna. Lítið er vitað um þetta georgíska lið og því má segja að Valsmenn renni blint í sjóinn fyrir viðureignirnar tvær. Fréttablaðið hafði samband við Óskar Bjarna Óskarsson, þjálfara Vals, sem var spenntur fyrir viðureignunum við þetta nánast óþekkta lið. "Við vitum að þeir eru með ungt lið, það er eina vitneskja okkar um þá. Við reyndum að sjálfsögðu að fá upplýsingar um liðið í gegnum Róland Val Eradze, fyrrum Valsmann. Hann tók hins vegar þann pól í hæðina að tjá sig hvorki við okkur né Georgíumennina en þjálfari þeirra er góðvinur hans frá því hann lék í heimalandinu." "En annars held ég það skipti ekki öllu máli þó við vitum lítið um andstæðingana því við þurfum að hugsa um okkur sjálfa. Við erum með mikið breytt lið frá því á síðasta tímabili, höfum misst fjóra leikmenn og fengið aðeins einn." "Þrátt fyrir að við séum með óreynt lið í svona Evrópukeppni vil ég nú meina að við ættum að fara áfram, því heimavöllurinn gefur okkur ákveðið forskot og vonandi að við fáum góðan stuðning. Ég er afar þakklátur fyrirtækjunum Danól, Norðlenska og Ölgerðinni fyrir að bjóða fólki frítt á völlinn. Það er búið að leggja mikið í þetta dæmi, það kostaði okkur 1,8 milljónir króna að fá leikina báða hér á landi," sagði Óskar Bjarni, þjálfari Vals.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Sjá meira