Innlent

Blindramerkingar í Háskólanum

Jafnréttis -og öryggisnefnd Stúdentaráðs stendur fyrir blindraletursmerkingum á öllum stofum, salernum og skrifstofum í Aðalbyggingu Háskóla Íslands í dag. Merkingin hefst klukkan 11.00 við aðalinngang Aðalbyggingarinnar og eru það tvær fjórtán og fimmtán ára blindar stúlkur sjá um merkingarnar. Með þeim er einn kennari og einn starfsmaður frá sjóntækjastöðinni. Á næstu vikum mun merkingum verða haldið áfram og búist er við að búið verði að merkja allar byggingar Háskólans um áramót. Blindraletursmerkingar auka til muna aðgengi blindra við skólann og auðvelda blindum og sjónskertum að stunda þar nám. Verkefnið er samvinnuverkefni Jafnréttis og öyggisnefndar Stúdentaráðs og sjóntækjastöðvar. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×