Innlent

Magn botnfiskafla eykst

Magn og verðmæti botnfiskafla sem seldur er á erlendum ísfiskmörkuðum eykst stöðugt. Samkvæmt bráðabirgðatölum voru flutt út 55.507 tonn 2004 til 2005 að verðmæti 9,3 milljarðar segir í fréttum frá Fiskistofu. Er það er 24,7 % meira magn en flutt var út á fiskveiðiárinu árið áður. Verðmæti útflutts botnfiskafla óx meira, eða um 26,7%, þrátt fyrir öflugri krónu. Þorskur, ýsa og karfi vógu þyngst í útfluttum ísuðum botnfiskafla á síðastliðnu fiskveiðiári. Meðalverð þorsks og ýsu hækkaði milli ára. Hinsvegar lækkaði verð á karfa. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×