Innlent

Ferðast til Pakistans

MYND/Pjetur

Nemendur og starfsmenn Borgarholtsskóla munu á morgun efna til táknræns hlaups, göngu eða hjólreiða í tilefni tíu ára afmælis skólans. Ætlunin er að ferðast til Pakistans í óeiginlegri merkingu, en markmiðið er að samanlagður kílómetrafjöldi sem lagður verður að baki verði jafn vegalengdinni í loftlínu á milli Íslands og Pakistan.

Til þess að þetta takmark náist þurfa rúmlega 700 manns að fara 10 km hver. Ferðin er farin í fjárölfunarskyni og munu allir fjármunir sem safnast renna til skólastarfs fyrir fátæk börn í Pakistan. Markmiðið er að standa að byggingu nýs skóla í bænum Jaranwala í samvinnu við ABC - barnahjálp.

Áætlaður kostnaður við byggingu húss og kaup á búnaði til skólastarfs fyrir um 200 nemendur í Pakistan er um tvær og hálf milljón króna. Til að tryggja rekstur í upphafi þarf auk þessa að safna um 500 þúsund krónum og er því markið sett á þrjár milljónir. Hægt er að styrkja söfnunina með því að hringja í 908-1112 og gefa þannig 1000 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×