Innlent

Feministar segja viðhorf fornt

Femínistafélag Íslands telur viðhorf KEA um að fæðingarorlof eigi ekki að gilda um stjórnendur á háum launum vera fornlegt og þvert á allar jafnréttishugsjónir. Í fréttatilkynningu frá Femínistafélaginu kemur fram að það furði sig á ákvörðun KEA um að neita Andra Teitssyni framkvæmdastjóra um fæðingarorlof. Einnig furði það sig á ummælum Benedikts Sigurðssonar, stjórnarfomanns KEA, en af þeim megi skilja að lög um fæðingarorlof eigi ekki að gilda um þá sem gegna lykilstöðu í sínu fyrirtæki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×