Verðbólgan hækkar afborganir lána 14. september 2005 00:01 Verðtrygging húsnæðislána gerir það að verkum að greiðslubyrði þriggja herbergja íbúðar sem metin er á 20 milljónir er rúmum 16 þúsund krónum hærri á ári en ef verðbólgan væri í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Ef tekið er dæmi af þriggja herbergja íbúð sem fjármögnuð er með 90 prósenta láni, 18 milljóna króna láni, á 4,15 prósenta vöxtum til 20 ára er mánaðarleg greiðslubyrði þegar verðbólga er engin um 111 þúsund krónur. Ef verðbólgan er í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans, eða 2,5 prósent hækkuðu greiðslurnar um 18 þúsund krónur á ári, eða um 1500 krónur á mánuði að jafnaði. Greiðslubyrði lánsins þegar verðbólga er sú sem hún mælist nú, 4,8 prósent, er rúmum 34 þúsund krónum hærri á ári en ef verðbólgan væri engin, sem samsvarar um 2.800 krónum á mánuði að meðaltali. Greiðslubyrði á 18 milljóna króna láni er því tæpum 1.400 krónum hærri á mánuði þegar verðbólgan mælist 4,8 prósent en ef verðbólgan væri í samræmi við markmið Seðlabankans. Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram þingsályktunartillögu í þriðja sinn á síðasta þingi þar sem lagt var til að skipuð yrði nefnd sem legði mat á afnám verðtryggingar lána. Þá var samþykkt svipuð tillaga á flokksþingi Framsóknarflokksins í vor. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni kom fram að Ísland væri eina landið innan Framfara- og efnahagsstofnunarinnar, OECD, þar sem verðtryggingum væri beitt á lán til heimila. Verðtryggingar í öðrum löndum einskorðuðust við ríkisskuldabréf. Verðtryggingu lána var komið á á Íslandi fyrir rúmlega þrjátíu árum og var markmið hennar að hindra að sparifé landsmanna brynni upp í mikilli verðbólgu eins og raunin hafði verið á sjötta og sjöunda áratugnum. Í umræðunum á Alþingi sagði Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra að ástæða væri til að fara að huga að slíkum breytingum en hún vildi stíga varlega til jarðar. Fréttir Innlent Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Verðtrygging húsnæðislána gerir það að verkum að greiðslubyrði þriggja herbergja íbúðar sem metin er á 20 milljónir er rúmum 16 þúsund krónum hærri á ári en ef verðbólgan væri í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Ef tekið er dæmi af þriggja herbergja íbúð sem fjármögnuð er með 90 prósenta láni, 18 milljóna króna láni, á 4,15 prósenta vöxtum til 20 ára er mánaðarleg greiðslubyrði þegar verðbólga er engin um 111 þúsund krónur. Ef verðbólgan er í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans, eða 2,5 prósent hækkuðu greiðslurnar um 18 þúsund krónur á ári, eða um 1500 krónur á mánuði að jafnaði. Greiðslubyrði lánsins þegar verðbólga er sú sem hún mælist nú, 4,8 prósent, er rúmum 34 þúsund krónum hærri á ári en ef verðbólgan væri engin, sem samsvarar um 2.800 krónum á mánuði að meðaltali. Greiðslubyrði á 18 milljóna króna láni er því tæpum 1.400 krónum hærri á mánuði þegar verðbólgan mælist 4,8 prósent en ef verðbólgan væri í samræmi við markmið Seðlabankans. Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram þingsályktunartillögu í þriðja sinn á síðasta þingi þar sem lagt var til að skipuð yrði nefnd sem legði mat á afnám verðtryggingar lána. Þá var samþykkt svipuð tillaga á flokksþingi Framsóknarflokksins í vor. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni kom fram að Ísland væri eina landið innan Framfara- og efnahagsstofnunarinnar, OECD, þar sem verðtryggingum væri beitt á lán til heimila. Verðtryggingar í öðrum löndum einskorðuðust við ríkisskuldabréf. Verðtryggingu lána var komið á á Íslandi fyrir rúmlega þrjátíu árum og var markmið hennar að hindra að sparifé landsmanna brynni upp í mikilli verðbólgu eins og raunin hafði verið á sjötta og sjöunda áratugnum. Í umræðunum á Alþingi sagði Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra að ástæða væri til að fara að huga að slíkum breytingum en hún vildi stíga varlega til jarðar.
Fréttir Innlent Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira