Erlent

Sjóliðum fagnað við heimkomu

Þeim var fagnað sem hetjum, sjóliðunum sem komu aftur til síns heima í dag. Sjö rússneskir sjóliðar, sem voru fastir í smákafbát á hafsbotni voru heiðraðir, og Bretarnir sem björguðu þeim líka. Mennirnir, sem Bretarnir björguðu, eru líka komnir til sína heima. Þeir sögðu rússneskum sjónvarpsmönnum frá þriggja sólahringa vist sinni í köldum og dimmum kafbáti á 190 metra dýpi þar sem súrefnið og rafhlöðurnar voru að klárast. Þetta gengu sjö rússneskur sjóliðar í gegnum. Eftir því sem tíminn leið urðu þeir svartsýnni og ákváðu meðal annars að skrifa fjölskyldum sínum kveðjubréf. Rússnesk hermálayfirvöld hafa látið að því liggja að ástandið hafi í raun ekki verið svo slæmt og að nægar birðir súrefnis og vatns hafi verið um borð þegar kafbátnum og áhöfn hans var bjargað. Sjóliðarnir draga upp aðra mynd af atburðarásinni. Þeir voru í dag heiðraðir í heimahöfninni Petropavlovsk-Kamchatsky. Þeir sem björguðu Rússunum voru breskir sjóliðar sem komu heims til sín í dag. Ian Riches hjá breska sjóhernum sagði það hafa verið gott að vinna með Rússum og hann geti engan veginn lýst þeirri tilfinningu sem björgunarmenn hafi fundið fyrir þegar smákafbáturinn skilaði sér upp á yfirborðið, margir hafi grátið af gleði vegna þessa. Stuart Gold, sem stýrtði smákafbáti breska hersins, tekur undir orð Riches og segir að hann hafi sjálfur tárfellt þegar kafbáturinn hafi komið upp á yfirborðið. Þá muni hann aldrei gleyma myndum af fjölskyldum sjóliðanna í kafbátnum þegar þær fengu þær fréttir að þeim hefði verið bjargað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×