Erlent

Kannar stuðning við Berlusconi

Carlo Azeglio Ciampi, forseti Ítalíu, ræðir sem stendur við fulltrúa allra flokka á ítalska þinginu til að reyna að skera úr um hvort að Silvio Berlusconi njóti nægs stuðnings til að fá umboð til stjórnarmyndunar. Berlusconi sagði af sér embætti í gær en vill mynda nýja stjórn með sömu flokkum og mynduðu fyrri stjórnina. Þar sem til stendur að stokka stjórnina verulega upp þurfti Berlusconi að segja af sér en sjálfur lítur hann á það sem tæknilegt atriði. Komist Ciampi að þeirri niðurstöðu að Berlusconi njóti ekki nægilegs stuðnings til að mynda nýja stjórn er hann neyddur til þess að efna til þingkosninga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×