Innlent

Engin skýring á rafmagnsleysinu

Ekki hefur enn fengist skýring á því að rafmagnslaust varð um tíma víða á austanverðu höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær í u.þ.b. tuttugu mínútur. Truflanir urðu á útvarpssendingum og netsambandi en talsíma- og GSM-kerfin trufluðust ekki. Þetta er mesta rafmagnstruflun sem orðið hefur á höfuðborgarsvæðinu í langan tíma og ljóst að einhvers konar keðjuverkun fór í gang, en frumorsökin er enn óljós.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×