Innlent

Bilun í varnarbúnaði spennukerfis

Bilun í varnarbúnaði háspennukerfis olli rafmagnsleysinu sem varð um tíma víða á austanverðu höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær. Varnarbúnaði af þessu tagi er ætlað að bregðast við og rjúfa álag þegar bilun verður í háspennustrengjum eða búnaði. Rafmagnslaust varð í Árbæjar - og Breiðholtshverfum, Vogum og Laugardal, Háaleiti, Ártúnsholti, Fossvogi og austurhluta Kópavogs og um stund varð bilun í miðbæ Reykjavíkur. Um 63 þúsund manns búa á þessu svæði, en rafmagn var komið á helming þessa svæðis eftir fjórar mínútur og á nánast allt svæðið eftir 20 mínútur. Truflanir urðu á útvarpssendungum og netsambandi, en talsíma- og GSM-kerfin trufluðust ekki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×