Erlent

Al-Jaafari fær stuðning al-Sistani

Sjía-klerkurinn Ali al-Sistani, einn áhrifamesti maður Íraks, hefur lýst yfir stuðningi við Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherraefni Sameinaða íraska bandalagsins. Þessu lýsti al-Jaafari yfir eftir fund sinn með al-Sistani í gær. "Al-Sistani lagði blessun sína yfir ákvörðun bandalagsins um tilnefningu í stól forsætisráðherra. Hann virðir og styður ákvörðun bandalagsins," sagði al-Jaafari. Stuðningur al-Sistani er al-Jaafari mikilvægur, ekki síst í ljósi þess að nokkrir þingmenn Sameinaða íraska bandalagsins höfðu lýst efasemdum um valið á honum sem forsætisráðherraefni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×