Sport

Valencia fallið úr keppni

Steaua Búkarest sló út meistara Valencia í vítaspyrnukeppni í 32 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í gær. Steaua mætir Villareal í næstu umferð. Stjórn Valencia hefur boðað til fundar í hádeginu þar sem framtíð Claudio Ranieri, stjóra Valencia, verður rædd. Parma sló út Stuttgart og ensku liðin Newcastle og Middlesbrough komust áfram. Newcastle mætir Olympiakos í 16 liða úrslitum, Middlesbrough mætir Sporting Lissabon og Sevilla mætir Parma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×