Innlent

Vetnisrafall tekinn í notkun á Keflavíkurflugvelli

Mynd/Teitur

Geir H. Haarde utanríkisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kveiktu á vetnisrafali við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli í dag. Rekstur rafalsins er hluti af tilraunaverkefni verkfræðideildar Bandaríkjahers með vetni sem varaafl. Það eru Íslendingar og Bandaríkjamenn sem standa sameiginlega að tilraunaverkefninu og gert er ráð fyrir því að það standi yfir í ár. Markmið tilraunarinnar er að kanna áreiðanleikla vetnisrafals sem varafls í breytilegri veðráttu. Vetnisrafallinn verður settur í gang tvisvar á sólarhring um mun hann framleiða raforku fyrir ljósbúnað við flugstöðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×