Innlent

Reykjavíkurborg tekur þátt í herferð gegn dauðarefsingum

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að taka þátt í baráttunni gegn dauðarefsingum með því að gerast aðili að herferðinni "Lífsborg -gegn dauðarefsingum". Tæplega 400 borgir víða um heim hafa gerst aðilar að herferðinni. Reykjavíkurborg vill leggja baráttunni gegn dauðarefsingum lið, þar sem um mikilvæga mannréttindabaráttu sé að ræða. Dauðarefsingar eru enn við líði í löndum víða um heim en alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International ásamt fleiri mannréttinda- og hjálparsamtökum, hafa beytt sér gegn dauðarefsingum. Samtökin hafa lagt áherslur á að dauðarefsingar séu brot á mannréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×