Innlent

Forseti Íslands heimsótti Fjölskylduhjálpina

Forseti Íslands kom í opinbera heimsókn í bækistöðvar Fjölskylduhjálpar Íslands í dag. Það kom honum á óvart hversu margir leita til fjölskylduhjálparinnar allan ársins hring. Hann sagði einnig augljóst að þrátt fyrir að flestir ynnu fulla vinnu næðu margir ekki endum saman.

Forsetinn mætti einn í höfuðstöðvar Fjölskylduhjálparinnar á hádegi og hlaut góðar móttökur sjálboðaliðanna. Hann gekk með þeim um húsnæðið og forvitnaist um starfsemina. Hann virtist áhugasamur og spurði margs. Það kom honum á óvart hversu margir leita til Fjölskylduhjálparinnar allan ársins hring. Hann sagði það augljóst að margir næðu ekki endum saman þrátt fyrir að vinna fulla vinnu.

Fjölskylduhjálpin er til húsa í Espigerði 2-4 og er opin alla miðvikudaga ársins, fyrir utan miðvikudaginn milli jóla og nýárs. Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga leggur fjölskylduhjálpinni lið. Jóhannes í Bónus borgar húsaleigun, Mjólkursamsalan sér þeim fyrir mjólkurvörum og Sölufélag garðyrkjumanna gefur grænmetið. Einnig fær fjölskylduhjálpin fjárframlög og á þessu ári hafa einstaklingar og stofnanir lagt fram rúmlega þrettán hundruð þúsund og ríkið tvöhundruð og fimmtíu. Átta einstaklingar starfa sem sjálfboðaliðar allt árið. En hvernig fannst forsetanum heimsóknin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×