Innlent

Dr. Þorsteinn Magnússon skipaður í ritnefnd í stað Þorsteins Pálssonar

Forseti Alþingis hefur ákveðið að dr. Þorsteinn Magnússon stjórnmálafræðingur, forstöðumaður á skrifstofu Alþingis, verði skipaður í ritnefnd til að skrifa sögu þingræðisins á Íslandi. Áður höfðu dr. Ragnhildur Helgadóttir, lektor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík, og Helgi Skúli Kjartansson, prófessor í sagnfræði við Kennaraháskóla Íslands verið valin í nefndina. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, ráðherra og sendiherra, sagði sig frá verkinu vegna gagnrýni á skipun hans í nefndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×