Erlent

Árið sekúndu lengra en venjulega

Árið 2005 verður óvenjulangt því á miðnætti annað kvöld verður hlaupasekúndu bætt við árið. Klukkur heimsins ganga í samræmi við frumeindaklukkur, sem mæla tímann með mikilli nákvæmni, en jörðin hefur snúist óvenjuhægt um öxul sinn að undanförnu. Því þarf í fyrsta sinn í sjö ár að bæta sekúndu við árið til að næsta ár geti byrjað á hárréttum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×